152. löggjafarþing — 16. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[11:24]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vildi bara draga það fram hér að efnahagsleg staða og staða ríkissjóðs sem við vorum að spá fyrir ári síðan er alla vega önnur en við óttuðumst á þeim tíma. Ég held ég að mikilvægt sé að við strikum undir það. Það var ekkert endilega öllum ljóst þegar við vorum í aðgerðum fyrir rúmu ári síðan að við yrðum í þessari stöðu. Ég tek undir með hv. þingmanni, ég held að við verðum áfram að bregðast við og við höfum sýnt þann sveigjanleika í meðferð fjárlaga og brugðist við með fjáraukalögum og við höfum í þessu fjárlagafrumvarpi lagt í meira mæli inn á varasjóði.

Virðulegi forseti. Ég verð, vegna orða hv. þingmanns í framsögu hans hér áðan, að minna á að framlögum til nýsköpunar og framlög til loftslagsmála eru ágætlega gerð skil í nefndaráliti meiri hlutans þar sem bent er á hve stórkostlega þessi framlög hafa hækkað á undanförnum árum. Þess vegna vil ég leyfa mér að nota seinna andsvar mitt til að draga það fram (Forseti hringir.) og mótmæla þeim fullyrðingum hv. þingmanns um að þar hafi verið metnaðarleysi.