152. löggjafarþing — 19. fundur,  28. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[14:20]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Bara til að árétta þetta með landbúnaðinn þá höfum verið að styðja dálítið vel við grænmetisbændur og sem betur fer hefur þegar sést árangur þar. Ég held að við eigum að halda áfram á þeirri braut. Varðandi sóknargjöldin hefur fulltrúi sem var í efnahags- og viðskiptanefnd í fyrra lýst því hér að meiri hluti nefndarinnar hafi talið sig vera að setja inn til frambúðar þá tölu sem við erum að fást við í dag. Það er m.a. á þeirri forsendu sem við erum að lagfæra þetta.

Við erum með samkomulag um þessi mál varðandi þjóðkirkjuna og ég er hlynnt því. Það eru skiptar skoðanir í mínum flokki eins og kannski mörgum öðrum um ríki og kirkju, en ég tilheyri líklega kirkjunnar armi því að ég styð þetta samkomulag.