Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 39. fundur,  22. feb. 2022.

fjármálastefna 2022--2026.

2. mál
[20:14]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Eins og ég sagði áðan hef ég mikinn áhuga á því að við reynum að laga framsetningu þeirra plagga sem við fjöllum um á hverjum tíma. Lögin kveða á um þessi tölulegu viðmið og þá er það spurning: Viljum við breyta lögunum sérstaklega varðandi framsetninguna? Ég veit ekki hvort það er endilega rétta stefnan að gera það. En ég tek undir að það má vera skýrara og koma betur fram í greinargerð með stefnunni að stjórnvöld séu skikkuð til þess einmitt að setja stefnuna fram í fastara formi, ef maður getur orðað það þannig, eins og hér hefur verið rætt, þannig að við sjáum fyrirætlanir betur fyrir okkur en í einhverjum setningum sem geta þýtt eitt og annað. Undir það tek ég. Ég hef alltaf sagt að við eigum að gera okkar besta til að hafa þetta skýrt og hafa þetta gagnsætt. Það er það sem skiptir máli. Okkur hefur miðað í einu og öðru en við þurfum að halda áfram.