152. löggjafarþing — 49. fundur,  9. mars 2022.

um fundarstjórn.

[15:13]
Horfa

Jódís Skúladóttir (Vg):

Forseti. Enn stöndum við hér og ræðum þetta mál sem er allt hið vandræðalegasta eins og öllum er orðið ljóst. Mig langar að taka undir með hv. þm. Bryndísi Haraldsdóttur, það er mjög mikilvægt að við horfum til framtíðar. Við verðum að komast að niðurstöðu um það hvernig á að vinna þetta og sú vinna er að fara af stað. Ég verð líka að segja það, sitjandi í undirnefndinni: Við gætum löngu verið búin að klára þetta, farin að snúa okkur að því að leiðrétta ferlið og byggja framtíðarskipulag, ef við hefðum gögnin til þess. Þetta tekur gríðarlegan tíma, viku eftir viku, og það er í raun óásættanlegt að við fáum ekki bara allan bunkann og klárum þetta. Við verðum líka að huga að því að næsti umsóknabunki er kominn í hús, ekki til okkar heldur til Útlendingastofnunar.