152. löggjafarþing — 53. fundur,  21. mars 2022.

skerðing strandveiðiheimilda.

[15:55]
Horfa

Þorgrímur Sigmundsson (M):

Herra forseti. Mig langar að spyrja hæstv. matvælaráðherra út í þá stöðu sem kann að koma upp vegna áforma um skerðingu á heildarmagni aflaheimilda sem strandveiðiflotinn fær í sinn hlut, eða það sem oftast er kallað 5,3% reglan. Fari fram sem horfir má gefa sér að ef veiðar ganga til að mynda vel á suður- og vestursvæðinu verður harla lítið eftir til veiða á norðaustur- og austursvæðinu þegar fiskurinn er bestur og veiðist mest á þeim slóðum, í júlí og ágúst. Í raun og veru má segja að raunveruleg hætta sé á því að ekkert verði hægt að róa í ágúst.

Mig langar því að spyrja hæstv. ráðherra: Hyggst hann gera eitthvað í málinu og ef svo er hvað? Hvernig á að bregðast við? Hvaða skilaboð ætlar ráðherra að færa smábátaútgerðinni á þessu svæði?