152. löggjafarþing — 53. fundur,  21. mars 2022.

heilbrigðisþjónusta.

433. mál
[18:57]
Horfa

Viktor Stefán Pálsson (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra jafnframt fyrir framsöguna. Ég var með nokkrar spurningar en það er svo sem búið að svara þeirri fyrstu sem snýr að hinu svokallaða atvinnulýðræði, þ.e. aðkomu starfsmanna. Í 4. gr. frumvarpsins er talað um að notendaráð og sjónarmið hafi komið fram um að tryggja notendum aðkomu að ákvörðunum um skipulag á þjónustu sem spítalinn veitir. Af þeim sökum langar mig að spyrja hæstv. ráðherra hvort ekki sé rétt að kveða skýrt á um það í lögunum að hagsmunasamtök notenda fái lögskipaðan fulltrúa í stjórn spítalans. Eins langar mig að spyrja hæstv. ráðherra hvort því hafi verið velt upp hvort sambærileg sjónarmið eigi einnig við, og hvort grundvöllur sé fyrir þessum efnisákvæðum frumvarpsins, um aðrar heilbrigðisstofnanir, og þá er ég fyrst og fremst að hugsa um spítalana úti á landi.