152. löggjafarþing — 59. fundur,  29. mars 2022.

fjarskipti .

461. mál
[20:14]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið, eða að svara andsvari skulum við segja. Það er eitt sem ég hnaut um í þessu. Það er þetta lagaboð, þessi lagaskylda sem nú er verið að setja á fjarskiptafyrirtækin, að tryggja að símtal slitni ekki þegar þú missir samband við sendi. Það er nýtt í þessu. Þú átt í rauninni að geta skipt yfir á besta mögulega samband hvar sem er en ekki þannig að símafyrirtækið geti hangið á línunni þinni. Við sjáum auðvitað sambærilegt ákvæði t.d. í lögum um heilbrigðisþjónustu þar sem stendur að allir eigi að fá bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu. Telur hv. þingmaður að hægt sé að setja svona í lögin (Forseti hringir.) þegar stjórnvöld standa ekki við það?