Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 68. fundur,  25. apr. 2022.

um fundarstjórn.

[15:10]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Mér þykir leiðinlegt að koma hingað upp að tala um hversu farsakennd samskipti stjórnarandstöðunnar við forseta hafa verið yfir helgina. Það var einlæg ósk stjórnarandstöðunnar að við myndum eiga gott samtal við þá þrjá ráðherra sem sitja í ráðherranefnd um efnahagsmál, sem öll hafa komið að ákvörðunum og eiga öll að koma fyrir þingið og gera grein fyrir sínum sjónarmiðum þegar kemur að þessari bankasölu. Því var neitað. Nú hefur sérstök umræða Pírata, sem átti að vera í dag, verið tekin af dagskrá. Í staðinn hefur verið sett munnleg skýrsla fjármálaráðherra, sem er gott og vel, sem var mjög nauðsynleg. Mér skilst að forsætisráðherra ætli vonandi að koma til móts við ósk Pírata um að fá sérstaka umræðu. Ég fagna því. En auðvitað ættu allir þrír ráðherrarnir að koma hérna og gefa munnlega skýrslu fyrir þinginu svo við getum átt alvörusamtal um þetta risastóra mál.