152. löggjafarþing — 75. fundur,  16. maí 2022.

útlendingar.

595. mál
[19:31]
Horfa

dómsmálaráðherra (Jón Gunnarsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það hefur verið eðlilegt samráð milli mín og hæstv. félagsmálaráðherra, m.a. um umfjöllun um þetta mál á vettvangi ríkisstjórnar áður en það var sent til þingflokka. Málið var þar inni um nokkra stund meðan við tókum umræðu um það og vorum að ná okkur saman um ákvæði þess. Að því leyti hefur þetta samráð átt sér stað og átti sér stað. Það er alveg rétt hjá hv. þingmanni að þjónustunni, annars vegar félagslegu þjónustunni og hins vegar talsmannaþjónustunni, var skipt upp um áramót milli dómsmálaráðuneytis og félagsmálaráðuneytis. Hún var áður hjá dómsmálaráðuneytinu að öllu leyti. Þessar breytingar eiga því heima hér alveg eins og þeim megin, þetta tekur til beggja ráðuneytanna.