Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 13. fundur,  12. okt. 2022.

réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

41. mál
[18:29]
Horfa

Flm. (Diljá Mist Einarsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Ég spurði hv. þingmann reyndar sérstaklega um þessi tilteknu ákvæði, ekki um almennan rétt eða almennar ríkjandi hefðir í samfélaginu. En mig langar til að spyrja hv. þingmann að öðru af því að ég greip í það orðalag, sem ég held að ég hafi rétt eftir, að þetta væru mikilvæg réttindi í frjálslyndu lýðræðissamfélagi. Mig langar því að spyrja hv. þingmann: Þar sem þróunin í Evrópu hefur almennt verið sú að smám saman hefur verið dregið úr sérstakri réttarvernd ríkisstarfsmanna, fyrir utan sérstakan hóp embættismanna sem hefur verið talið að þurfi á sérstakri réttarvernd að halda, telur hv. þingmaður að það séu einhverjar sérstakar aðstæður á Íslandi sem réttlæti þessar sérreglur? Eða er evrópska leiðin kannski ekki alltaf best?