153. löggjafarþing — 25. fundur,  7. nóv. 2022.

málefni hælisleitenda.

[15:25]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M):

Herra forseti. Ströngum reglum um mannúð — nýverið fóru fram þingkosningar í Danmörku og mig minnir að 12 flokkar hafi náð kjöri á þingið. Stefna Sjálfstæðisflokksins væri á vinstri jaðrinum hjá dönsku stjórnmálaflokkunum sem komust inn á þing og til að mynda langt frá stefnu danskra jafnaðarmanna sem hafa áttað sig á því að það þarf raunverulegar aðgerðir. Það þarf að taka á þessum málaflokki og ná stjórn á landamærunum til þess einmitt að geta hjálpað fólki sem er í mestri neyð. Hér ríkir áfram stjórnleysi. Á landsfundi Sjálfstæðismanna reyndu flokksmenn örlítið að bæta það sem kom í þessum málaflokki frá Valhöll og fengu það samþykkt. En hvað gerðist þá? Þá komu m.a. hæstv. ráðherra og fleiri mektarmenn í flokknum og kröfðust þess að það yrði ný atkvæðagreiðsla til að fella breytingartillögur sem voru ekki róttækari en svo að taka þyrfti tillit til aðstæðna í landinu og möguleika okkar á að treysta innviði.

Ég spyr því hæstv. ráðherra: Hvers er að vænta? Er það bara þetta útþynnta útlendingafrumvarp sem hæstv. ráðherra minnir okkur aftur á núna? (Forseti hringir.) Verður engin breyting í þessum málaflokki undir stjórn hæstv. ráðherra?