153. löggjafarþing — 25. fundur,  7. nóv. 2022.

greiðsla skulda ÍL-sjóðs.

[15:33]
Horfa

félags- og vinnumarkaðsráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég vil bara ítreka það sem ég sagði að þetta er gríðarlega stórt hagsmunamál fyrir almenning í landinu, hvort sem við horfum á það út frá því hvernig kerfið er akkúrat núna, sem ég held að við getum öll verið sammála um að sé ekkert sérstaklega gott — hvað var þetta, 1,5 milljarðar á mánuði? Er það þannig sem við viljum (Gripið fram í.) að þetta haldi áfram að malla, með þessum hætti? Ég get auðveldlega sagt að ég styð fjármálaráðherra í því sem hann er að gera, að reyna að semja um þetta við lífeyrissjóðina, og ég óska honum góðs gengis í því. Svo skulum við bara sjá til hvernig það gengur og hvort málið kemur hingað inn, en tökum eitt skref í einu.