Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 25. fundur,  7. nóv. 2022.

brottvísun umsækjenda um alþjóðlega vernd.

[16:40]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Frú forseti. Hérna stöndum við eftir að þjóðinni er auðvitað gjörsamlega misboðið vegna þeirra brottvísana sem áttu sér stað fyrir nokkrum dögum. Fulltrúar flestra flokka hafa tjáð sig á einn veg, að kannski tveimur undanskildum. Ég kem hingað upp til að minna á loforð formanna stjórnmálaflokkanna sem sátu á þingi 2017, allra nema formanns Sjálfstæðisflokksins, um að það væri forgangsatriði að skýra betur útlendingalögin í þverflokkslegu samstarfi til að tryggja að vilji Alþingis kæmi fram við framkvæmd og átti sérstaklega að horfa til fólks í viðkvæmri stöðu, kvenna og barna. Núna legg ég til að þingmenn allra flokka á Alþingi sem styðja þessa nálgun kalli eftir þessari nálgun.