Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 26. fundur,  7. nóv. 2022.

lyfsala utan apóteka.

174. mál
[17:46]
Horfa

Jakob Frímann Magnússon (Flf):

Virðulegi forseti. Ég styð þetta frumvarp en ég beini því til heilbrigðisráðherra að koma á í leiðinni einhvers konar virku verðlagseftirliti í íslenska lyfjasölugeiranum. Við höfum vitað það áratugum saman að það að opna apótek og stunda lyfjasölu er mjög ábatasamt og við vitum það líka að stundum erum við að greiða afar háar upphæðir fyrir tiltölulega sjálfsögð og einföld lyf. En við vitum líka að ríkið er jafnan að gjalda mjög dýru verði marga lyfseðla. Ég tel fullkomlega tímabært að fara yfir það með hvaða hætti verðlagningu er háttað og hvernig ríkið mætti finna leiðir til sparnaðar án þess að skerða lífsgæði eða heilbrigðisþjónustu.