153. löggjafarþing — 29. fundur,  10. nóv. 2022.

Loftslagsmarkmið Íslands, munnleg skýrsla umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. - Ein umræða. .

[11:21]
Horfa

umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina. Það er rétt hjá hv. þingmanni að ég tel að til þess að við náum árangri þá verðum við að vinna með aðilum og sérstaklega atvinnulífinu því að það eru þeir aðilar sem þurfa síðan að framkvæma þetta. Hugsunin nákvæmlega er sú — og þetta er ekki íslensk uppfinning, þetta er eitthvað sem við tökum frá Norðurlöndunum og þeim löndum sem við berum okkur saman við — einfaldlega að hver geiri fyrir sig — og það er alveg sérstakt markmið að skilgreina hvernig geirarnir eiga að vera, það er ekki algerlega augljóst — skuldbindi sig til þess að ná þeim markmiðum sem við viljum ná og að gerð sé raunhæf, mælanleg áætlun. Ég get ekki séð neina aðra leið til að við náum þessum árangri. Síðan koma auðvitað á móti skuldbindingar hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, í því. Samtalið er í gangi og er búið að vera í gangi en við erum alveg búin að átta okkur á því að þetta verkefni er þess eðlis (Forseti hringir.) að það mun taka einhvern tíma að ná niðurstöðu. (Forseti hringir.) En það hefur gengið vel, samtalið við atvinnulífið.