153. löggjafarþing — 29. fundur,  10. nóv. 2022.

Loftslagsmarkmið Íslands, munnleg skýrsla umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. - Ein umræða. .

[11:27]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Ég geri mér vel grein fyrir því, virðulegur forseti, að það er ekki hægt að dæla af eldgosinu en eldgosum stjórnum við ekki og þau menga margfalt meira en nokkurn tímann þetta þannig að þetta var spurning um að við værum eiginlega að elta skottið á sjálfum okkur. Þetta veldur jarðskjálftum, 3,3 stiga jarðskjálfti var sagt að hefði verið þegar einu sinni var verið að dæla á Reykjanesinu og ég spyr: Nú á að fara að dæla alveg við höfuðborgarsvæðið og hvaða afleiðingar hefur það á jarðskjálftana?

Síðan vil ég spyrja hæstv. ráðherra um það: Er ekki kominn tími til að hætta sölu á mengunarkvótum? Er þetta ekki orðið nóg að verið sé að skrá á okkur kjarnorku og kolabrennslu? Er það ekki líka hræsni? Og ég spyr: Nú er loftslagsráðstefna í Egyptalandi og mér skilst að kostnaðurinn sé kominn yfir 50 milljónir og það sé heill hópur af fólki sem er að fara þangað. Er þetta ekki eitthvað skrýtið? Gátum við ekki sparað, gátum við ekki sent 10% af þessum fjölda þangað og minnkað þar af leiðandi kolefnissporið og reynt að sýna gott fordæmi? Mér sýnist þessar ráðstefnur þarna menga meira en þær skila.