Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 35. fundur,  22. nóv. 2022.

Sundabraut.

60. mál
[16:54]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Þegar þetta var til umræðu í kringum samgönguáætlun fyrir tveimur, þremur árum síðan þá stakk ég upp á útgáfu sem verið er að setja upp á nokkrum stöðum, þ.e. svokölluð flotgöng. Þau eru áhugaverð. Það eru í rauninni göng sem liggja með botninum eða fljóta undir yfirborði sjávar. Þetta hefur verið sett upp í Noregi eftir því sem ég best veit. Það eru nokkrar útgáfur þarna sem ekki hafa verið íhugaðar.

Ég var að tala um íbúa í Vogabyggðinni, ekki í Grafarvoginum, þótt það þurfi að sjálfsögðu að taka tillit til þeirra sem búa í Grafarvogi. En það eru íbúar Vogabyggðar sem glíma í rauninni við allt sem kemur út úr Sundabrautinni. Þar streymir umferðin inn á svæði sem er mjög þétt nú þegar. Það er gallinn sem ég er að reyna að benda á, ekki athugasemdirnar sem íbúar í Grafarvogi gera við þetta mál — þótt þær skipti að sjálfsögðu máli líka.