Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 41. fundur,  5. des. 2022.

orð þingmanns í hliðarsal.

[19:58]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P):

Frú forseti. Ef það að taka þátt í lýðræðislegri umræðu hér er að gera grín að Alþingi þá veit ég ekki hvað það er þegar fólk gerir það ekki. Mig langar að auglýsa eftir frekari umræðum hérna og þátttöku sérstaklega þingmanna meiri hlutans í þeim umræðum sem eiga sér stað hér í þingsal í dag sem oftar. Það er bara talsvert leiðinlegt stundum að sjá hversu lítil umræða fer fram inni í þingsal. Ég væri til í að sjá miklu meiri rökræður fara fram hér í pontu Alþingis þar sem þetta er rökræða sem við eigum, þetta er samtal sem við eigum okkar á milli fyrir framan alþjóð. Mér finnst það bara stórkostlegt og ég frábið mér það að það sé eitthvað rangt við það þegar við eigum þetta lýðræðislega samtal um þessi áhugaverðu mál sem við erum að ræða hérna í pontu í dag. Ég segi bara: Þvert á móti. Ég hvet þingmenn meiri hlutans til að koma hingað og eiga þetta samtal við okkur.

(Forseti (OH): Forseti vill vekja athygli á því að það er eitthvert rugl á klukkunni í púltinu en það lagast vonandi fljótlega.)