Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 42. fundur,  6. des. 2022.

orð þingmanns í störfum þingsins.

[14:08]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Mér finnst fullt tilefni til að taka undir þetta. Þetta eru ekki einstakir viðburðir heldur er þetta að verða mynstur. Við heyrum fólk sem jafnvel hefur unnið á vegum Sjálfstæðisflokksins og verið kjörnir fulltrúar reyna að grafa undan almannasamtökum með því að kalla þau pólitísk öfgasamtök. Síðan kemur hv. þm. Ásmundur Friðriksson hérna upp og ræðst að nafngreindu fólki sem vinnur á ríkisfjölmiðli og ekki einungis það heldur eru athugasemdir gerðar við ummæli viðmælanda í þættinum. Ég held að hv. þm. Ásmundi Friðrikssyni væri nær að koma hingað upp og biðjast afsökunar á þessu. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)