Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 42. fundur,  6. des. 2022.

orð þingmanns í störfum þingsins.

[14:11]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S):

Virðulegi forseti. Ég hef nú ekki gert það að venju minni að tala undir þessum lið í þinginu, en ég verð nú að segja það að það kom mér á óvart þegar hér var að talað um að um listræna túlkun í sjónvarpsþætti Ríkisútvarpsins væri að ræða. Ég spyr okkur hér inni: Er það listræn túlkun að níða skóinn af opinberum starfsmönnum, jafnvel fjölskyldufólki sem þarna kemur? Ég þekki það á eigin skinni þegar barnabörnin hringdu og spurðu hvað karlinn í sjónvarpinu væri að meina. Þegar maður er ásakaður um þjófnað, er það listræn túlkun? Ég veit ekki hvað formaður Viðreisnar ætlar ganga langt í því að verja listræna túlkun fólks sem níðir skóinn af saklausum sjónvarpsáhorfendum svo börn þeirra skilja hvorki upp né niður í hvað þau eru að fara. Svo skulum við bara vitna í þann ræðumann sem var á undan mér, hvort það hafi nú verið falleg lesning sem þar fór fram, enda er nú lítið að marka það sem þaðan kemur.