Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 42. fundur,  6. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[20:50]
Horfa

Þórarinn Ingi Pétursson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið og var það bara nokkuð skýrt og gott. Í þessu samhengi þá er það alltaf þannig, eðli málsins samkvæmt, að stjórnarandstaðan gagnrýnir þá sem eru í ríkisstjórn fyrir það sem er verið að reyna að gera. Því vil ég spyrja hv. þingmann um fjárlögin eins og þau líta út núna, það er verið að taka á vissum hlutum og það er óhætt að segja það og ég stend alveg við það að verið er að bæta í þegar kemur að velferðarhlutanum, þar er langmesti þunginn í dag og önnur ráðuneyti og önnur málefnasvið sitja eftir. Getum við ekki verið sammála um það að þarna erum við á réttri braut, þ.e. ríkisstjórnarflokkarnir og Alþingi allt saman? Við erum á réttri braut hvað það varðar að við erum að bæta í á velferðarsviðinu fyrst og fremst.