Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 54. fundur,  24. jan. 2023.

frumvarp um útlendinga.

[14:19]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P):

Herra forseti. Þetta mál er auðvitað orðið að enn meiri farsa en það var þegar það var lagt fram. Það er búið að boða breytingar á málinu sem við höfum ekki séð, vitum ekki hverjar eru, vitum ekki hvert efni þeirra breytinga er. Það komu gestir fyrir allsherjar- og menntamálanefnd án þess að málið væri tekið aftur inn í nefndina þannig að það er ekki búið að taka á þeim athugasemdum sem þar komu fram í nefndarálitum og annað. Það er alveg ljóst að þetta mál er ekki tilbúið til 2. umr. hér í þingsal. Því tek ég undir beiðni, í rauninni bara mjög eðlilega kröfu, um að málið verði sent aftur til allsherjar- og menntamálanefndar svo það sé hægt að búa það undir þessa umræðu, svo það sé hægt að ræða þetta mál við þrjár umræður eins og okkar stjórnskipun gerir ráð fyrir.