Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 57. fundur,  31. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[15:14]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég verð bara að taka undir með kollegum mínum hér sem hvetja hv. þingmenn stjórnarmeirihlutans til að taka þátt. Hér hefur ekki sést þingmaður frá Vinstri grænum frá því að við byrjuðum að óska eftir því að þau tækju þátt í umræðunni, sem var snemma í síðustu viku. Hér hafa einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins setið og virst eitthvað hlusta en það er farið að minnka hvað þau hlusta og sama gildir með Framsókn. Hér er verið að taka réttindi af börnum. Ég hélt að barnamál væru t.d. eitthvað sem þau létu sig varða. Ég hefði viljað hafa fulltrúa hér til að ræða þessi mál við. En nei, þinglegt ferli er þannig að það er búið að semja af sér allt það sem heitir málfrelsi hér á Alþingi. Það er búið að setja múl á stjórnarþingmennina (Forseti hringir.) og þeim er bannað að koma hingað að ræða málin. Þau eiga heldur að horfa í þingflokksherbergjum á sjónvarpsútsendingar.