Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 57. fundur,  31. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[15:20]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég ætla að taka undir með hv. þm. Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur. Við báðum hér fyrir helgi endalaust um að hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra eða einhver úr þingflokki Vinstri grænna kæmi og ræddi við okkur í sal Alþingis. Nei, það var alveg sama hvað við báðum, það var ekki séns að fá neinn af þeim hingað. En það var hins vegar ekkert mál fyrir þau að setja upp súpufund úti í bæ, bjóða fyrst alla velkomna en hætta svo við og vilja bara þá sem voru sammála þeim á fundinn. Þar var hægt að gaslýsa yfir því fólki af hverju þetta væri nú svo gott. Allt er þetta gert úti í bæ en þessir hv. þingmenn og hæstv. ráðherrar virðast ekki hafa tíma til að koma hingað sem þeim er borgað fyrir að gera.