Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 57. fundur,  31. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[23:43]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég vil byrja á því að færa forseta þakkir fyrir að hafa komið þessum óskum okkar áleiðis vegna þess að ég tel vissulega mjög mikilvægt að hæstv. mennta- og barnamálaráðherra komi hingað og ræði við okkur um hvernig hann telji þetta mál standast bæði stjórnarskrárvarin réttindi barna, mannréttindasáttmálavarin réttindi barna, og þá er ég að tala um bæði flóttamannasamninginn auðvitað en líka barnaréttarsamninginn, og hvað hann sem ráðherra hyggist gera til að bregðast við þeim víðtæku ábendingum sem fram hafa komið um þau mannréttindabrot á réttindum barna sem þetta frumvarp felur í sér. Er hann bara ósammála öllum þessum samtökum sem hafa bent á þetta? Ætlar hann að mæta hér og svara fyrir það? (Forseti hringir.) Eða finnst honum betra að skreyta sig með einhverju fíniríi (Forseti hringir.) en ekki taka til hendinni og vinna þegar á því þarf að halda í þágu barna?