Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 57. fundur,  31. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[23:45]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Á meðan ég tek hjartanlega undir það að hæstv. ráðherra mæti og svari spurningum þá er mjög eðlilegt að það sé einmitt gert inni í nefnd, bara til að hafa það á hreinu. Að sjálfsögðu bendir allt til þess að meiri hlutinn hafi engan áhuga á að fá málið inn í nefnd. Það liggur næst við að fá ráðherra hérna í ræðustól Alþingis þannig að hann geti svarað öllu þinginu og allri þjóðinni en ekki bak við lokaðar dyr inni í nefnd, nema kannski einhverjum detti í hug að kalla ráðherra á opinn fund. Þá er aldrei að vita hvað það tekur langan tíma að koma því fyrir og kannski er umræðan búin áður en hann loksins ákveður að sættast á að mæta og ýmislegt svoleiðis. Þannig að það er mjög margt í gangi hérna. Augljósast er bara að senda málið inn í nefnd þar sem hægt er að fara yfir allar þessar neikvæðu umsagnir og reyna í alvörunni (Forseti hringir.) — getum við fengið bara fólk sem er pínulítið raunsætt og skynsamt (Forseti hringir.) til að afgreiða málið í staðinn fyrir að einhvern veginn reyna að trukka þessu í gegn eins og nú er verið að reyna að gera?