Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 57. fundur,  31. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[23:46]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta allsh.- og menntmn. (Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir) (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég var nú búin að biðja um orðið áður en virðulegur forseti tjáði okkur að hún væri búin að koma þessari ósk á framfæri og þakka ég kærlega fyrir það. Ég vil jafnframt ítreka þá ósk sem hefur komið fram ítrekað undir þessari umræðu, og ekki hefur verið orðið við, að hæstv. félags og vinnumarkaðsráðherra komi og taki þátt í þessari umræðu. Nú stefnir í að það eigi að þvinga þetta mál í gegnum þetta þing án þess að svör við spurningum fáist, án þess að það fari fram umræður, samræður um þetta frumvarp, forsendur þess og ástæður og hvort fólki finnist þetta raunverulega réttlætanlegar breytingar. Þá vaknar bara þessi spurning: Erum við í alvörunni að fara að samþykkja lög frá Alþingi sem hæstv. ráðherrar eru mögulega ekki sammála? Hvers vegna eru þeir ekki reiðubúnir að koma hingað og taka þátt í umræðunni með okkur og útskýra fyrir okkur sína afstöðu til þessara ákvæða sem hafa verið nefnd sem beinlínis brjóta gegn réttindum barna t.d. og varða málefnasvið nefndra ráðherra? (Forseti hringir.) Ég minni aftur á að hæstv. ráðherrar sem nefndir hafa verið eru líka þingmenn.