Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 58. fundur,  1. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[22:19]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég spurði forseta spurningar: Hvenær er áætlað að þingfundur klárist? Ég er bara að velta því fyrir mér hvort ég sé að fara að skipuleggja nesti og skóladag fyrir krakka í fyrramálið eða hvort ég verði upptekinn þá, svona minni háttar atriði — þetta var kaldhæðni ef fólk áttaði sig ekki á því. Þetta er eitt af skrýtnustu atriðunum í skipulagi þingsins sem ég átta mig mjög lítið á í rauninni, þetta skipulagsleysi, því að það er algerlega í boði forseta og hefur einhvern veginn alltaf verið. Þetta er einhver gömul hefð, held ég, og það er bara verið að gera þetta eins og þetta hefur alltaf verið gert; það er rosalega mikið talað í þessu máli, mikið af atriðum sem þarf að ræða, samt mætir enginn til þess að ræða það og þá bara (Forseti hringir.) ætlum við að hafa þingfund til, segjum tvö, þrjú, fjögur, ég veit það ekki, það kemur í ljós. (Forseti hringir.) Þetta er mjög undarlegt þannig að ef forseti gæti svarað væri það vel þegið.