Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 59. fundur,  2. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[23:41]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Sem dæmi um mál sem fór til nefndar við 2. umr. má nefna stjórnarskipunarlög á 145. þingi, mál sem var lagt fram 16. nóvember 2012. Fram fór umræða í tvo daga í 1. umr. í þingsal og síðan fór málið í umfjöllun í nefndum og var fjallað um það á 78 fundum mismunandi nefnda. Meira að segja í 1. umr. fór málið til nefndar og síðan var haldið áfram að fjalla um það í 1. umr. Síðan fór það í 2. umr. og fór ekki bara einu sinni til nefndar í 2. umr. heldur tvisvar. Í annað skiptið var það rætt á einum fundi og í hitt skiptið á fimm fundum áður en 2. umr. hélt áfram og kláraðist. Þetta er ekkert einsdæmi. Þetta eru bara mjög eðlileg viðbrögð við vandamálum sem koma upp í umræðunni og í þetta skipti erum við að tala um vandamál sem koma einfaldlega frá nefndinni.