Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 59. fundur,  3. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[00:48]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það kemur mér á óvart að við séum enn að ræða þetta mál þegar við höfum komið alvarlegum ábendingum og athugasemdum á framfæri. Sum ákvæði í þessu lagafrumvarpi valda mér áhyggjum og því er ljóst að umræðum er ekkert að fara að ljúka á næstunni. Hins vegar, eins og hefur komið fram áður í máli mínu hér í kvöld, þá er dagskrárvaldið hjá meiri hlutanum og hæstv. forseta. Það er bara eins og það virkar að vera í meiri hluta, dagskrárvaldið er hjá þeim. Þegar meiri hlutinn vill ýta einhverju máli í gegn þá bara verður því ýtt í gegn. En ég vona samt sem áður að hæstv. forseti sé að hlusta á þær ábendingar sem hafa komið fram í ræðum okkar þingmanna hér í kvöld. Ég er ekki bara að segja eitthvað, við erum ekki bara að segja eitthvað; þetta meikar sens hjá okkur í alvörunni, virðulegi forseti.