Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 59. fundur,  3. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[00:51]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég sá upplýsingar um viðveru þingmanna í þinghúsinu þegar ég var að labba upp í þingsal. Það eru mjög fáir í húsi á meðan við erum að ræða þetta mikilvæga mál sem nú hefur verið til umræðu í sjö daga samfleytt og mér þykir það bara rosalega eðlilegt að allir séu farnir heim. Þó þykir mér miður að við séum að ræða þetta stóra og umfangsmikla mál í skjóli nætur út af því, eins og ég sagði í fyrri ræðu minni, að þetta eru góðar athugasemdir sem við erum að koma með og þær hafa líka komið fram í umsögnum umsagnaraðila. Ég vona bara að við getum talað um þetta mál þegar það er bjart úti og þegar þingmenn eru í húsi, mögulega þingmenn í allsherjar- og menntamálanefnd og þingmenn sem eru til í að koma í þingsal og taka þátt í þessum umræðum með okkur. Það er nefnilega mikilvægt að koma þessum athugasemdum á framfæri. [Umgangur í þingsal.] — Góðan dag.