153. löggjafarþing — 61. fundur,  6. feb. 2023.

Katla jarðvangur.

[15:48]
Horfa

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Það gleður mig mikið að heyra af þessum fyrirhugaða fundi. UNESCO-vottunin skiptir okkur máli ef við horfum bara á heildarsamhengið. Það var sárt að sjá bókun sveitarstjórnar Mýrdalshrepps sem telur forsendur fyrir áframhaldandi starfsemi Kötlu jarðvangs brostnar í ljósi þess að fyrirséð er að einu tekjur hans verði framlög aðildarsveitarfélaganna. Sveitarstjórnin telur að ef ekki komi til aðrar tekjur þá sé óhjákvæmilegt að huga að slitum jarðvangsins. Ég vona að við náum að snúa því við. Ég bind miklar vonir við að hæstv. ráðherra taki þetta mál föstum tökum og leiti einhverra leiða til að ná áframhaldi samstarfi við þau sveitarfélög sem standa að jarðvangnum. Ég held að þetta skipti okkur mjög miklu máli.