Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 61. fundur,  6. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[20:21]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég vil byrja á að þakka fyrir óvenjuskýr svör af hálfu forseta. Þegar við höfum spurt hvar ráðherrar séu og hvort þeirra sé von og svoleiðis þá hafa forsetar sem setið á forsetastóli til þessa yfirleitt látið nægja að segja að ráðherra sé kunnugt um að nærveru hans sé óskað eða eitthvað svoleiðis. Nú fengum við alla vega bara skýrt og skorinort að þeir tveir sem við höfum kallað hvað mest eftir séu báðir staddir erlendis. Það breytir því samt ekki að í dag er 6. febrúar og viðveru félags- og vinnumarkaðsráðherra var óskað 9. desember þannig að hann hefur haft tvo mánuði til að skipuleggja utanferðir sínar á þann veg að hann gæti verið viðstaddur hér. Reyndar mætti hann hér í salinn, hann hefur mætt á síðustu dögum, en hefur bara ekki séð ástæðu til að vera við þessa umræðu. Sama máli gegnir um mennta- og barnamálaráðherra, hann var ekki í útlöndum síðustu tvær vikur. Hann vildi bara ekki taka þátt í umræðunum.