Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 70. fundur,  28. feb. 2023.

atkvæðagreiðsla um birtingu greinargerðar um Lindarhvol.

[14:08]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegur forseti. Ég vil taka undir þessa beiðni hv. þingmanns og ég vil líka ítreka beiðni mína til forseta um að birta þau lögfræðiálit sem liggja inni í forsætisnefnd og fjalla um þetta deilumál, um hvað standi í vegi fyrir því að greinargerð setts ríkisendurskoðanda í Lindarhvolsmálinu verði birt. Mér finnst rétt að við ræðum það hér fyrir opnum tjöldum. Hæstv. forseti hefur ítrekað vísað í að um þetta sé einhver ágreiningur. Ég veit til þess að þessi lögfræðiálit fjalla um þennan ágreining. Getur forseti vinsamlegast birt þessi lögfræðiálit á meðan hann er að velta vöngum yfir því hvort hann þori að birta greinargerð setts ríkisendurskoðanda?