Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 71. fundur,  1. mars 2023.

lögfræðiálit um greingargerð vegna Lindarhvols, svör við fyrirspurnum.

[15:03]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseta er ljóst að ýmis álit eru til um þetta efni frá mismunandi tímum og forseti mun einfaldlega kanna það. En hafi álitið verið unnið fyrir Miðflokkinn þá veit ég ekki hvort Miðflokkurinn hefur forræði á því máli frekar en forseti. Forseti mun auðvitað kynna sér þau gögn sem honum eru send og vakin athygli á í þessu sambandi. En ég hygg að það lögfræðiálit sem hér er vísað til hafi orðið til í meðförum forsætisnefndar á síðasta kjörtímabili og forseti mun að sjálfsögðu rifja upp hvað kom fram í því sambandi.