153. löggjafarþing — 72. fundur,  6. mars 2023.

úrræði fyrir fatlað fólk með fíknivanda.

[15:52]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin og gleðst yfir því að þessi vinna sé komin af stað og bíð þá bara eftir því að sjá hvernig sú úttekt kemur fram. Ég vil þá benda á að Þroskahjálp og fleiri hafa verið með ráðstefnur og málþing um þetta mál og mikil þekking býr innan þeirra raða. Ég einmitt tók samtalið í morgun við formann Þroskahjálpar og hún sagði að búið væri að benda á þennan vanda mjög lengi. Ég fagna því að þessi vinna sé komin af stað og spyr kannski ráðherrann hvort hann þekki til að sú vinna sé líka hafin inni á Vogi eða hjá SÁÁ að taka á móti slíkum einstaklingum.