Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 72. fundur,  6. mars 2023.

greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol ehf.

[17:43]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Hingað koma stjórnarþingmenn upp og vilja að greinargerð setts ríkisendurskoðanda verði birt en vilja ekki að forseti svari hvað kemur fram í greinargerð setts ríkisendurskoðanda, eins og kemur fram í fyrirspurn hv. þm. Jóhanns Páls Jóhannssonar. Þetta er auðvitað brandari, herra forseti, sem stenst enga skoðun. Ef þingmenn gætu staðið í lappirnar og þyrðu að standa með þeirri sannfæringu sinni að birta ætti umrædda greinargerð, sem forseti einn hefur beitt neitunarvaldi um að birta ekki, þá ættu þeir að sjálfsögðu að greiða atkvæði með því að forseti myndi upplýsa um hvað stæði í greinargerðinni. Ég segi því já.