Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 79. fundur,  13. mars 2023.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:02]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseta hefur borist bréf frá mennta- og barnamálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 1146, um ráðningu starfsfólks með skerta starfsorku, frá Ásmundi Friðrikssyni.

Einnig hafa borist bréf frá heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 1137, um heilbrigðisþjónustu við intersex og trans fólk, frá Jódísi Skúladóttur, á þskj. 1135, um upplýsingaveitu handa blóðgjöfum, frá Halldóru K. Hauksdóttur, á þskj. 1147, um ráðningu starfsfólks með skerta starfsorku, frá Ásmundi Friðrikssyni, á þskj. 1131, um biðtíma vegna kynleiðréttingaraðgerða, frá Evu Dögg Davíðsdóttur, á þskj. 1163, um stafrænar umbætur í heilbrigðiskerfinu, frá Diljá Mist Einarsdóttur.

Þá hafa borist bréf frá dómsmálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 1134, um kostnað vegna afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd, á þskj. 1041, um gæsluvarðhald og fangelsisvistun útlendinga, báðar frá Eyjólfi Ármannssyni, og á þskj. 1108, um málsmeðferðartíma umsókna um alþjóðlega vernd, frá Indriða Inga Stefánssyni.

Að lokum hafa borist bréf frá félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 299, um meðalbiðtíma eftir búsetuúrræðum, og á þskj. 300, um meðalbiðtíma eftir félagslegri íbúð, báðar frá Evu Sjöfn Helgadóttur, á þskj. 286, um búsetuúrræði umsækjenda um alþjóðlega vernd, frá Ásmundi Friðrikssyni, og að lokum á þskj. 376, um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu, frá Ingu Björk Margrétar Bjarnadóttur.