153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

opinn fundur um skýrslu um Lindarhvol.

[17:41]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S):

Virðulegur forseti. Þetta mál hefur verið mikið til umræðu og því kemur mér mjög mikið á óvart hvað fólk er hissa á að það fái hér opinn fund til að fjalla um þetta og spyrja Ríkisendurskoðun sjálfa og ríkisendurskoðanda, sem að þessu máli hafa komið, út í það af hverju má ekki birta þetta, hvernig skjalið lítur út og annað slíkt. Það kemur mér á óvart. En það sem mér þykir alvarlegra er það hvernig hér er vegið að heiðri Ríkisendurskoðunar með því að segja að hún hafi ekki birt allar upplýsingar í þeirri lokaskýrslu sem hún veitti þinginu, þannig að við þurfum að fá að sjá öll vinnugögnin, hvort hún hafi unnið vinnuna sína. Það er það sem er raunverulega verið að segja hér. Þá vil ég líka benda fólki á yfirlýsingu Ríkisendurskoðunar um þetta mál frá 3. mars sl. á heimasíðu hennar. Þar segir: Ef Alþingi tekur það upp hjá sér að birta okkar gögn sem eru varin með lögum þá er verið að draga úr sjálfstæði Ríkisendurskoðunar.

Er minni hlutinn hér í þessum þingsal að leggja til að við drögum úr sjálfstæði Ríkisendurskoðunar?