153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[19:18]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P):

Herra forseti. Í Evrópureglugerðum og löggjöf flestra ríkja sem við berum okkur saman við eru ákvæði um svokallaðar endurteknar umsóknir, þ.e. þegar einstaklingur sem hefur fengið synjun og hefur jafnvel verið fluttur úr landi kemur aftur og sækir um að nýju á sömu forsendum. Heimild er fyrir því að hafa málsmeðferð slíkra umsókna styttri og skjótari og hefur verið lögð blessun yfir það af hálfu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þau eru í fyrsta lagi ekki uppfyllt í þeirri útfærslu sem hér er lögð til, en endurteknar umsóknir eru ekkert sérstakt vandamál á Íslandi.

Hvað er verið að gera hér? Líkt og ég sagði rétt áðan, er verið að grauta saman beiðni um endurupptöku við endurteknar umsóknir. Hér gerum við varatillögu um að það að leggja fram frekari gögn í máli falli ekki undir skilgreininguna á endurtekinni umsókn. Ef fólk vill endilega hafa hugtakið „endurtekin umsókn“ skilgreint í lögunum, þá er eðlilegt að skilgreiningin sé svona en ekki eins og lagt er til í frumvarpinu. Ég segi já og hvet aðra til að gera hið sama.