153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar.

415. mál
[20:51]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég óskaði eftir að þetta mál yrði kallað aftur inn til efnahags- og viðskiptanefndar til nánari skoðunar að aflokinni 2. umr. vegna ákveðinna málaferla sem eru í gangi, tengd þessu máli, og vegna þess að ég mun kanna hvort möguleiki sé á að lagfæra það þannig að við séum ekki að leggja til að gasframleiðsla og kjarnorkuframleiðsla séu með einhverjum hætti sjálfbærar fjárfestingar vegna þess að það stenst ekki nokkra skoðun, virðulegi forseti. Þannig að í ljósi þess að það á eftir að taka þessi atriði til skoðunar mun þingflokkur Pírata sitja hjá við afgreiðslu þessa máls með von um að það sé hægt að lagfæra til þess að það standist kröfur okkar um sjálfbærar fjárfestingar.