Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 83. fundur,  20. mars 2023.

tillaga til þingsályktunar um vistmorð.

192. mál
[17:48]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Frú forseti. Mig langaði að byrja á því að þakka hæstv. forsætisráðherra fyrir að koma með greinargóðar upplýsingar um hvað er verið að gera. Ég held að það sé mikilvægt að við áttum okkur á því að Ísland hefur tækifæri til að vera leiðandi á þessu sviði og vera málsvari umhverfisins rétt eins og við erum málsvarar jafnréttis og ég treysti því, verandi einnig með hæstv. utanríkisráðherra hér inni, að það sé góð samvinna um þessi mál. Mig langaði sérstaklega að taka undir það sem hæstv. forsætisráðherra sagði síðast í sinni ræðu, að við fjöllum um áhrif stríðs á umhverfið. Við erum að tala mikið um það að við þurfum að halda vel utan um þá stríðsglæpi sem er verið að fremja í Úkraínu. Að sama skapi þurfum við að halda utan um þá umhverfisglæpi sem verið er að vinna.