Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 86. fundur,  23. mars 2023.

almannatryggingar og félagsleg aðstoð.

533. mál
[11:44]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Hér er lagt til að frítekjumark öryrkja vegna lífeyristekna hækki um 140% frá því sem það er nú, til samræmis við breytingar á vísitölu heildarlauna opinberra starfsmanna frá 2008, og verði 720.000 kr. á ári. Ekki 25.000 kall heldur 60.000 kall — það eru öll ósköpin. 60.000 kall eiga þeir að fá að hafa skerðingarlaust af lífeyrissjóði sínum, lögþvingaðri eignaupptöku, lögþvinguðum lífeyrissjóði en hann er samt notaður gegn þeim. Ég skil ekki þetta kerfi og ég vona að ég muni aldrei skilja það. Og ég mun aldrei geta skilið þær ríkisstjórnir sem hafa undanfarin ár komið þessu kerfi á og vilja viðhalda svona vitleysu. Þetta er okkur til háborinnar skammar.