Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 86. fundur,  23. mars 2023.

almannatryggingar og félagsleg aðstoð.

533. mál
[11:45]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Hér í h-lið er lagt til að fella brott lið 7. gr. þar sem kveðið er á um svokallað vasapeningafyrirkomulag, þ.e. að lífeyri almannatrygginga skuli fella niður þegar einstaklingur dvelur á stofnun. Ef þú verður ellilífeyrisþegi og ferð á stofnun þá hættirðu að vera sjálfstæður einstaklingur. Þú ert sviptur fjárræði. Þú verður bara, hvað? Unglingur og hent í þig vasapeningum? Hver vill láta koma svona fram við sig? Hvers vegna í ósköpunum komum við svona fram við fólk? Ég er viss um að það er enginn hérna inni, ekki einn, sem myndi vilja láta koma svona fram við sig þegar þeir fara inn á stofnun (Gripið fram í: Heyr, heyr.)en þeir eru tilbúnir til þess að gera það við þá sem eru þar núna; mömmu sína, ömmu sína, afa. Reynum að breyta þessu við endurskoðun almannatrygginga.