Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 89. fundur,  28. mars 2023.

atvinnuréttindi útlendinga.

645. mál
[14:49]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P):

Herra forseti. Ég styð þetta líkt og aðrir þingmenn hér enda er tilgangur þessarar breytingar raunverulega sá að auka skilvirkni í vinnslu umsókna af þessu tagi hjá stjórnvöldum. Ég kem hingað upp og geri grein fyrir atkvæði mínu til að gera þann fyrirvara að að mínu mati er ákvæðið, eins og því er stillt upp í frumvarpinu, tiltölulega óljóst að ákveðnu leyti og flaggaði ég þeim áhyggjum mínum í meðferð í nefndinni. Ég vil bara ítreka þær og árétta þær. Ég hins vegar hef trú á því að þessu ákvæði verði beitt rétt í framkvæmd og í samræmi við vilja okkar allra sem er að greiða fyrir afgreiðslu umsókna fólks sem vill starfa hér á landi.