Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 89. fundur,  28. mars 2023.

aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum fyrir árin 2023-2027.

857. mál
[16:32]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni spurninguna. Ég er ekki ljóstra upp neinu, þessi áætlun er að hluta til á fjárlögum. Það eru inni peningar sem við erum að nota og munum nota á þessu ári og á næsta ári og það eru aðgerðir sem voru komnar í gang, m.a. sem tengjast Covid, og var unnið áfram með í undirbúningi þessarar áætlunar og falla inn í þessa áætlanagerð þannig að hún er að hluta til fjármögnuð og þannig að hluta í fjármálaáætlun, annað ekki eins og aðgerðir sem koma seinna í ferlinu. En ég myndi vilja sjá kostnaðarmetna áætlun í heild í fjármálaáætlun. Þannig vil ég sjá þetta kerfi okkar vinna. Við erum ekki komin þangað og því miður þurfum við aðeins að leggjast betur yfir einstaka þætti og yfir tímaásinn til að koma því að. En ég mun vinna að því að koma því að í fjármálaáætlun, ef ekki núna þá í þeirri næstu. Þannig sé ég þetta fyrir mér. Þetta er auðvitað ekki klappað í stein og þetta er mjög gróft metið en ég mun sannarlega kynna þetta fyrir velferðarnefnd, á einhvers konar tímaás, þannig að við glöggvum okkur á þessu. (Forseti hringir.) En þær sex aðgerðir sem eru inni á þessu ári eru fjármagnaðar og gert ráð fyrir peningum inn í næsta ár líka (Forseti hringir.) þannig að hluta til er þetta inni í fjármálaáætlun.

(Forseti (LínS): Forseti minnir á að seinna andsvar er ein mínúta en forseti viðurkennir að þurfa þá líka að stilla klukkuna jafnóðum.)