Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 91. fundur,  30. mars 2023.

vantraust á dómsmálaráðherra.

924. mál
[10:36]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Tillögunni var útbýtt síðdegis í gær og forseti lítur svo á að samþykki sé fyrir því að taka tillöguna fyrir á þessum fundi. Eru við það athugasemdir?

Svo er ekki og er málið tekið á dagskrá. Samkomulag er milli þingflokka um fyrirkomulag umræðunnar. Framsögumaður og flokkur ráðherra hafa 15 mínútur hvor og aðrir þingflokkar 12 mínútur. Í lok umræðunnar fá síðan allir þingflokkar þrjár mínútur. Ræðutími hvers þingflokks getur skipst milli þingmanna hans. Andsvör eru ekki leyfð. Atkvæðagreiðsla fer síðan fram að lokinni umræðu. Umræðunni er útvarpað samkvæmt 2. mgr. 64. gr. þingskapa.