Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 94. fundur,  17. apr. 2023.

niðurskurður fjár vegna riðu.

[15:32]
Horfa

matvælaráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Forseti. Eins og kom fram í mínu fyrra svari þá hefur yfirdýralækni farið þess á leit við Landbúnaðarháskólann að taka saman greinargerð, og gera það hratt, um þessi helstu faglegu álitaefni sem snúa að nýtingu verndandi arfgerða sem verkfæri í baráttunni gegn riðuveiki. Það erindi fór frá yfirdýralækni núna um helgina, og þar með talið með hvaða hætti sé hægt að skipuleggja ræktunarstarf með markvissum hætti til þess að fjölga tíðni verndandi arfgerða og til hvaða þátta þurfi að horfa í þeim efnum. Ég vil undirstrika það að líkt og fyrr þegar við höfum þurft að glíma við stórar vísindalegar spurningar hér á vettvangi stjórnmálanna og stjórnvalda þá skiptir mjög miklu máli að byggja ákvarðanir á bestu mögulegu þekkingu á hverjum tíma. Við eigum frábært fólk sem er að leiða þá vinnu, hvort sem er á Matvælastofnun eða í Landbúnaðarháskólanum, og ég get fullvissað hv. þingmann um að þetta fólk er núna að snúa bökum saman í því skyni að þetta megi fara sem allra best.