Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 104. fundur,  9. maí 2023.

aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2024--2028.

860. mál
[15:55]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Það er vissulega verið að stíga skref en þau mættu vera meiri. Við erum að benda á að það þarf meira fjármagn en bara það sem búið er að setja í þetta. Að sjálfsögðu þarf að bjóða upp á fjölbreytta valkosti eins og hv. þingmaður hefur bent á, en það þarf að tryggja að við séum ekki bara hér á Alþingi að samþykkja á nokkurra ára fresti fallegar áætlanir sem eru síðan ekki fjármagnaðar af alvöru. Við þurfum að vinna saman að því að tryggja að fjármagnið fylgi fallegum loforðum.