Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 105. fundur,  10. maí 2023.

aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2024--2028.

860. mál
[16:42]
Horfa

Tómas A. Tómasson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti, hv. þingmenn og kæra þjóð. Ég vil ítreka það sem ég kom inn á í gær, um þennan fulltrúa fyrir okkur eldri borgara. Ásmundur Einar Daðason er fulltrúi barnanna. Hann er barnamálaráðherra. Ég hvet einhvern af þessum ágætu 12 ráðherrum sem eru hér til að taka að sér þetta hlutverk, að vera ráðherra eldri borgara. Það er fínt að hafa þetta í nefnd og pæla í hvað við eldri borgararnir þurfum og allt það, bara fínt, en það þarf einhver að hugsa um okkar hag frá degi til dags og láta sig þetta varða.